Um safnið

Gerðarsafn - Listasafn Kópavogs

Gerðarsafn er framsækið nútíma- og samtímalistasafn í miðbæ Kópavogs. Gerðarsafn býður upp á fjölbreytt sýningarhald á verkum íslenskra og erlendra samtímalistamanna samhliða sýningum úr safneign. Starfsemi safnsins endurspeglar stöðu þess sem eina listasafn landsins stofnað til heiðurs listakonu.

Gerðarsafn er reist í minningu Gerðar Helgadóttur (1928-1975) og opnaði árið 1994. Gerður Helgadóttir tók fyrst kvenna forystu í höggmyndalist og var brautryðjandi í þrívíðri abstraktlist og glerlist hérlendis. Í safneign Gerðarsafns eru fjórtán hundruð verk eftir Gerði og stór sérsöfn eftir Barböru Árnason, Magnús Á. Árnason og Valgerði Briem ásamt verkum fjölda samtímalistamanna. Eitt stærsta listaverkasafn landsins, einkasafn Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur, er í vörslu Gerðarsafns. Í einkasafninu er að finna verk eftir helstu listamenn þjóðarinnar á fyrri hluta 20. aldar. 


Strætóleiðir:
Leið 1: Hlemmur; Kópavogur; Garðabær; Fjörður; Vellir. Tímasetning á 15 mínutna fresti - sjá hér
Leið 2: Hlemmur; Kringlan; Hamraborg; Smáralind; Salahverfi. Tímasetning á 30 mínutna fresti - sjá hér


Skrifstofa Gerðarsafns staðsett í Hamraborg 4 er opin alla virka daga kl. 9:00-17:00
Sími: 441 7600

Póstfang: 
Bæjarskrifstofur Kópavogs
Fannborg 2, 200 Kópavogi

Mynd: Axel Sigurðarson