Næstu sýningar

Sýningar 2004

Yfirlit

  • Janúar Allir salir: CARNEGIE ART AWARD 2004. Sýning á verkum 24 norrænna myndlistarmanna sem valdir voru af sérstakri dómnefnd. Sýningin er þríþætt: Verðlaun að heildarupphæð 2.100 þús. sænskar krónur, sýning sem ferðast milli allra norðurlandanna og einnig Englands og í þriðja lagi vegleg bók með myndum af verkunum á sýningunni og upplýsingum um listamennina. Að auki er gefið út myndband með viðtölum við listamennina.
  • 28. febrúar - 21. mars Efri hæð: ÁRLEG LJÓSMYNDASÝNING BLAÐALJÓSMYNDARAFÉLAGS ÍSLANDS. MYND ÁRSINS 2003. Að þessu sinni tóku 30 ljósmyndarar þátt í forvali til sýningarinnar og úr 915 innsendum myndum valdi dómnefnd rúmlega hundrað og áttatíu á sýninguna. Veitt eru verðlaun fyrir Mynd ársins 2003 og að auki í 9 öðrum flokkum þeirra á meðal eru: Fréttamynd ársins, Portrettmynd ársins, verðlaun í opnum flokki og Myndröð ársins. [sjá myndir] pressphoto.is. Neðri hæð: MAGNÚS ÓLAFSSON.  Verk úr eigu Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Magnús er einn af frumherjum ljósmyndunar á Íslandi. Verk hans hafa ómetanlegt heimildagildi, ekki síst fyrir sögu Reykjavíkur sem vaxandi borgarsamfélags á fyrri helmingi 20. aldar.
  • 27. mars - 18. apríl Vestursalur SIGTRYGGUR BJARNI BJARNASON - MÁLVERK. Austursalur: JBK RANSU - MÁLVERK. Neðri hæð: GUÐRÚN VERA HJARTARDÓTTIR - SKÚLPTÚR
  • 24. apríl - 16. maí Vestursalur: ANNAR STAÐUR - ANNAR TÍMI. Ragna Fróðadóttir Hönnun, innsetning, gjörningur Ragna er þekkt fyrir flíkur úr sérgerðum efnum sem hún endurvinnur og framleiðir á vinnustofu sinni. Stíll hennar einkennist öðrum fremur af frjálsum formum og áferð sem bróderuð eru í efnið. www.ragnafroda.is. Austursalur: INTROSUM. Rebekka Rán Samper Skúlptúr og myndband Verkin eru vangaveltur um væntingar, þrár og klisjur sem tengjast samskiptum kynjanna. Þau eru unnin í mismunandi efni og eru eins konar holdgerð hugarfóstur, sprottin af þessum samskiptum. Neðri hæð: OPUS - BJARNI SIGURBJÖRNSSON.  Málverk Í augum Bjarna er málverk ekki endanlegur hlutur, heldur vitnisburður um athöfn og ferli. Að þessu leyti finnur hann til ákveðinnar samkenndar með hinu vonlausa verki alkemista fyrri alda sem sökktu sér niður í leyndardóma efnisheimsins, þröngvuðu andstæðum öflum til að stríða gegn hvort öðru, splundruðu þeim, í von um að finna yfirnáttúrulegan samhljóm.
  • 19. maí - 20. júní Vestur og austursalur: ÍSLENSK MÁLVERK Í EINKAEIGU Í DANMÖRKU Sýning á íslenskum málverkum í einkaeigu í Danmörku. Sýningin var fyrst sett upp á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn dagana 13. mars - 18. apríl að frumkvæði Dansk-Islandsk Samfund með Klaus Otto Kappel fyrrum sendiherra Dana á Íslandi í fararbroddi. Hann og félagið lögðu mikla vinnu í að leita uppi verk eftir íslenska listamenn í einkaeigu í Danmörku. Tilgangurinn var að sýna þau opinberlega bæði í Danmörku og á Íslandi og varpa í gegnum þessa listaverkaeign ljósi á menningarsamskipti þjóðanna. Uppskeran varð fagnaðarefni. Fjölmörg áður óþekkt verk fundust, langflest máluð af ungum listamönnum sem á sínum tíma stunduðu nám á Konunglega Listaháskólanum í Kaupmannahöfn og urðu síðar þekktir myndlistarmenn.
  • 1. júlí - 8. ágúst Allir salir: NÝ AÐFÖNG. Á sýningunni eru 48 verk, málverk, vatnslitamyndir, teikningar, grafíkmyndir, skúlptúr og textílverk sem keypt hafa verið eða gefin Gerðarsafni frá opnun þess í aprílmánuði 1994.
  • 13. ágúst - 19. september Neðri hæð: ÍSLENSK HÚSGAGNAHÖNNUN GÓÐ ÚTFLUTNINGSVARA Á efri hæð safnsins voru sýningar á húsgögnum eftir tvo heimsþekkta danska hönnuði Børge Mogensen og Hans J. Wegner. Þeir stunduðu saman nám í arkitektúr og sýningar á hönnun þeirra eru nú haldnar í tilefni þess að níutíu ár eru liðin frá fæðingu þeirra. Báðir eru þeir þekktir fyrir að hafa hannað gæðahúsgögn á viðráðanlegu verði á gullaldarskeiði danskrar hönnunar á 6. og 7. áratug síðustu aldar. Á neðri hæð Gerðarsafns var sýning á íslenskri hönnun.
  • 2. október - 7. nóvember Allir salir: Í BLÓMA / EN CIERNE: Spænsk nútímamyndlist unnin unnin á pappír. Markmiðið sýningarinnar er að gefa hugmynd um það sem hefur gerst í myndlist á hinum ýmsu stöðum á Spáni frá árinu 1948. Á henni eru hundrað og tuttugu verk úr söfnum og í einkaeign eftir þekktustu myndlistarmenn landsins eins og Tàpies, Saura, Millares, Feito, Cuixart, Equipo Crónica og Barceló. Guðbergur Bergsson er sýningarstjóri og honum til aðstoðar er Luis Revenga de Ancos.
  • 13. nóvember - 19. desember Austursalur: NÝ ÍSLENSK GULLSMÍÐI. slensk gullsmíði Sýning í tilefni 80 ára afmælis Félags íslenskra gullsmiða. Um 35 félagar sýna nýja hönnun og smíði úr eðalmálmum. Vestursalur: SALÓME EFTIR RICHARD STRAUSS - leikbúningar Sýningin er í samvinnu við Goethe-Zentrum Hönnuður: Barbara Brokate, leikbúningastjóri við ríkisleikhúsið í Hannover. Sýningin samanstendur af búningum, aukahlutum og búningaskissum úr óperunni Salome eftir Richard Strauss. Þriðjudaginn 16. nóvember kl. 20:00 mun Barbara Brokate kynna búningana og óperuna í vestursal Gerðarsafns. Neðri hæð: VERK ÚR EINKASAFNI ÞORVALDAR GUÐMUNDSSONAR OG INGIBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR. Árið 2001 tók Listasafn Kópavogs í sína vörslu einkasafn Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur konu hans. Í þessu stærsta einkalistasafn landsins er að finna margar perlur íslenskrar myndlistar frá fyrri hluta 20. aldar eftir alla helstu listamenn þjóðarinnar.