Næstu sýningar

Sýningar 2002

Yfirlit

 • 12. janúar - 3. febrúar Efri hæð: TVÍSKIPT NYTJALIST OG FRJÁLS FORM. Verk eftir 23 félagsmenn í Leirlistarfélaginu í tilefni af 20 ára afmæli félagsins.Neðri hæð Sköpun Sýning á ljóðum og myndverkum eftir skáld í Ritlistarhópi Kópavogs og myndlistarmenn í Kópavogi í tilefni af útkomu ljóðabókarinnar Sköpun.
 • 9. febrúar - 3. mars Allir salir: CARNAGIE ART AWARD 2001. Norræn samtímamálaralist Verk eftir 22 listamenn sem valdir voru af dómnefnd skipaðri sérfræðingum. Verðlaunahafar: Jan Håfström, Svíþjóð, Carolus Enckell, Finnland, Johan Scott, Finnland, styrkþegi Jens Fänge, Svíþjóð. Kristján Guðmundsson er fulltrúi Íslands á sýningunni.
 • 9. mars - 30 mars Austursalur: ÁRLEG LJÓSMYNDASÝNING BLAÐALJÓSMYNDARAFÉLAGS ÍSLANDS. MYND ÁRSINS 2001. Úrval frétta- og blaðaljósmynda ársins 2001 á vegum Blaðaljósmyndarafélags Íslands. Vestursalur: AÐ LÝSA FLÖT 2002. Ljósmyndir félagsmanna í Ljósmyndarafélagi Íslands. Neðri hæð: LEITIN AÐ ENSKA SJENTILMANNINUM. Ljósmyndir Sigurðar Jökuls Ólafssonar ásamt skýringum á hugtakinu “enskur sjentilmaður” eftir herramennina.
 • 6. apríl - 21. apríl Austursalur: MYNDUN. Guðrún Einarsdóttir - Olíumálverk Náttúruöflin, mótun lands og yfirborð náttúrunnar er meginviðfangsefnið í verkum Guðrúnar Einarsdóttur. Hún virkjar eiginleika olíulitanna til hins ýtrasta, mótar verk sín fremur en málar og þykk áferð myndanna gefur þeim yfirbragð lágmynda líkt og náttúran hafi verið hlutgerð. Vestursalur: BIRTA. Ína Salóme Hallgrímsdóttir - Textíll Hugmyndir sínar, liti og form sækir Ína Salóme í íslenskt landslag. Í textíllist sinni leggur hún ríka áherslu á að ljósið eignist hlutdeild í uppbyggingu myndanna, þar sem gagnsæi litanna á stórum léreftsflötum skapar birtu og dýpt. Neðri hæð: VÍÐÁTTA -  Brynhildur Þorgeirsdóttir - Skúlptúr Hughrif og tilfinningar sem vakna á hálendi Íslands eru kveikjan í listsköpun Brynhildar að þessu sinni. Innsetning með gólf- og veggverkum úr steinsteypu og gleri mótast af víðáttu, fjallakyrrð og tærri birtu öræfanna.
 • 27. apríl - 12. maí Austursalur: LISTFERILL ÁSTU GUÐRÚNAR. Málverk og grafík. Verk Ástu Guðrúnar Eyvindardóttur: “Málverk og minningarbrot.” Þetta eru olíumálverk, flest frá síðustu árum hennar, merkingarrík, kraftmikil í lit og formum, ásamt því að vera faglega gerð. Á sýningunni eru einnig dagbækur hennar sem eru verk í sjálfu sér og ljósmyndir sem sýna augnablik úr hennar ferli. Vestursalur: ÓLJÓS MÖRK. Ragnhildur Stefánsdóttir myndhöggvari - Skúlptúrar, huglæg líkamsform. Neðri Hæð: MAGNÚS PÁLSSON MYNDLISTARMAÐUR. Skjálist, hljóðverk og þrívídd. Verk eftir Magnús Pálsson samsett úr hreyfimyndum á vegg, sýndum með viðeigandi hljóðupptökum, fjórtán höggmyndum gerðum eftir sama hluta mannslíkamans og samsafn hluta ætluðum til flutninga.
 • 18. maí - 28. júlí Allir salir: ÚR EINKASAFNI ÞORVALDAR OG INGIBJARGAR. Þetta stærsta einkasafn landsins telur yfir eitt þúsund verk og geymir margar perlur íslenskrar myndlistar frá fyrri hluta 20. aldar. Með sýningunni veitir Listasafn Kópavogs formlega móttöku þessu merka einkasafni sem það tók í sína vörslu á síðast liðnu ári. Sýningarstjórar Guðbjörg Kristjánsdóttir og Valgerður Bergsdóttir.
 • 10. ágúst - 8. september Austur- og Vestursalur: VIÐRÆÐUR TVEGGJA LISTAMANNA AF ABSTRAKTKYNSLÓÐINNI. Jóhannes Jóhannesson málari og Gerður Helgadóttir myndhöggvari stunduðu nám samtímis í Flórens og París um1950. Neðri hæð: ABSTRAKT, ELDRI OG YNGRI MÁLVERK.  Valgerður Hafstað. Valgerður gekk til liðs við abstraktmálverk á 6. áratugnum í París og hélt sýningu þar ásamt Gerði Helgadóttur árið 1958. Eldri og nýrri verk.
 • 14. september - 29. september Austursalur: LÖG / LAYERS.  Sigtryggur Bjarni Baldvinsson kannar í verkum sínum mörkin milli hlutbundinnar og óhlutbundinnar málaralistar. Listamaðurinn sækir efnivið í náttúruna, athugar og einangrar lífræna hrynjandi hennar og reynir á þanþol náttúrulegs litrófs. Þá eru beinar og óbeinar tilvitnanir í listasöguna, einkum í abstraktlist síðustu aldar, ríkur þáttur í mörgum verka Sigtryggs. Í tengslum við sýninguna Lög/Layers kemur út vandaður bæklingur þar sem Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur ritar grein um listsköpun Sigtryggs. Vestursalur: STÆÐUR. Í abstraktverkum Péturs Más Péturssonar segir af stæðum bæði háum sem bláum, lyklum og lengjum, hlustað á heiði - þá er gluggað og krassað - grafist fyrir um tímann og vatnið, skafið og flett í gegnum tíðina. Þó heyrist einnig ýll og á. Á milli er gruflað og spáð í veður og nýslegnar villur. Tengja blöðkur, blöðrur og bálka - leyst og sundrað og skipa í stæður. Neðri hæð: BRIM. Myndverk og skúlptúrar úr gleri eftir Jónas Braga Jónasson þar sem birtast kraftar og andi náttúruaflanna sem túlkuð eru á óhlutbundinn hátt með geómetrískum formum.
 • 5. október - 20. október Efri hæð: GALLERÍ HLEMMUR. Úrval verka eftir myndlistarmenn sem hafa sýnt á Gallerí Hlemmi. Sýningarstaðurinn tók til starfa fyrir aðeins þremur árum og hefur verið í fararbroddi í kynningu á framsækinni íslenskri list. Á sýningunni mun gefast ágætt tækifæri til að fylgjast með listsköpun samtímans á íslandi. Birgir Snæbjörn Birgisson, Bjarni Sigurbjörnsson, Bo Melin, Eirún Sigurðardóttir, Elsa Dóróthea Gísladóttir, Erla S. Haraldsdóttir, Erling Þ.V. Klingenberg, Guðrún Vera Hjartardóttir, Heimir Björgúlfsson, Hildur Jónsdóttir, Magnús Sigurðarson, Markmið (Helgi Hjaltalín Eyjólfsson, Pétur Örn Friðriksson), Olga Bergmann, Ransu, Þóra Þórisdóttir og Valgerður Guðlaugsdóttir. Neðri hæð: UNNAR OG EGILL / Ný verk Unnar Örn Auðarson og Egill Sæbjörnsson. Í verkum þeirra tvinnast saman raunveruleiki og hugarflug. Verkin eru öll gerð á þessu ári en eiga sér flest lengri aðdraganda. Ljósmyndaverk og innsetningar.
 • 26. október - 10. nóvember Efri hæð: SJÁ - myndalýsing Daníel Þorkell Magnússon, Haraldur Jónsson, Hrafnkell Sigurðsson, Ívar Brynjólfsson, Sigurþór Hallbjörnsson/Spessi, Þorvaldur Þorsteinsson. Ljósmyndaverk og innsetningar sem fjalla um landslagslist, frásagnarmálverkið, návist mannsins í nálægð og fjarlægð, einkaheim, opinbert líf og sköpunarferlið sjálft. Neðri hæð: OPERAZIONE DRAMATICA. Þetta er þriðja sýning Gabríelu Friðriksdóttur á listrænum aðgerðum/operazione á tveimur árum. Allar geyma þær niðurstöður listrænna aðgerða þessarar ungu myndlistarkonu: Líkneskjur, málverk, hljóðverk, myndbandsverk og ljóðverk. Gabríela gerir verk á jaðri hins hlutbundna og óhlutbundna og jafnframt á jaðri hins mannlega og dýrslega. Hún vinnur á mörkum dags og drauma eða á milli hins rökvísa og röklausa.
 • 16. nóvember - 20. desember Allir salir: KYRR BIRTA - HEILÖG BIRTA. Birta sem við höfum daglega fyrir augum er færð á æðra svið í verkum Ásgerðar Búadóttur, Brynhildar Þorgeirsdóttur, Eyborgar Guðmundsdóttur, Hrings Jóhannessonar, Vilhjálms Bergssonar. Sýning um það hvernig þessir listamenn gera ólíkar tilraunir með sitt innra ljós og ytri birtu landsins. Sýningarstjóri er Guðbergur Bergsson rithöfundur.