Næstu sýningar

sýningarskipti / Garðskálinn opinn

Gerðarsafn er lokað vegna sýningarskipta en seinni hluti sýningarinnar Staðsetningar opnar föstudaginn 3. nóvember kl. 20. Garðskálinn og fræðslurýmið Stúdíó Gerðar eru opin á neðri hæð safnsins.

Staðsetningar er sýning á verkum Einars Garibalda Eiríkssonar og Kristjáns Steingríms Jónssonar. Í upphafi verða settar upp tvær sýningar á nýrri verkum listamannanna en á miðju sýningartímabilinu mun opnun vera endursett þar sem staðsetningar verka ganga milli sala, nýjum og eldri verkum verður bætt við og skilin milli sýninganna munu verða óljósari. Markmiðið með þessu er að varpa ljósi á vinnuaðferðir listamannanna og þá einkum á nálgun þeirra við landslagið. Um leið og leitað er leiða til að brjóta upp sýningarformið sem áskorun við hefðbundið sjónarhorn safngestsins. Sýningarstjórar eru Jón Proppé og Kristín Dagmar Jóhannesdóttir.