Næstu sýningar

Óp/Op - Jón B. K. Ransu

Jón B. K. Ransu

Jón B. K. Ransu opnaði sýninguna Óp/Op laugardaginn 15. nóvember á neðri hæð Gerðarsafns. 

Sýning Jóns B. K. Ransu ber heitið Óp/Op og sýnir verk unnin eftir fyrirmyndum sem tengjast kenningum franska sálfræðingsins Jacques Lacan sem og táknmyndum Edvards Munch og Alfreds Hitchcock. Verkin á sýningunni er einhvers konar framhald verka sem listamaðurinn kallaði Tómt og miðuðust við að beina sjónum að tómum fleti í málverki með notkun skynvillandi lita og formfræði. Að þessu sinni tekur hann fyrir aðdráttarafl hyldýpisins. Í málverki Munchs Ópið og í kvikmynd Hitchcocks Psycho er að finna sama hryllinginn og Jacques Lacan lýsti svo vel þegar hann starði ofan í galopinn munn og sá í honum hryllilegt hyldýpi. Hyldýpið býr yfir aðdráttarafli sem er í senn kæfandi nánd og óbærileg fjarvera. Jón B. K. Ransu nam við AKI (Akademie voor Beeldende Kunst) í Hollandi 1990–1995 og var gestanemi við listaháskólann í Dyflinni á Írlandi. Meðfram listsköpun hefur hann skrifað fjölda greina og gagnrýni um myndlist, auk þess að vera sjálfstætt starfandi sýningarstjóri, og kennt málun við Myndlistaskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands. Ransu hefur tekið þátt í fjölda samsýninga heima og erlendis og einkasýningar hans eru orðnar á þriðja tug og hlaut starfsstyrk úr sjóði The Pollock Kra¬sner Foundati¬on í Banda¬ríkj¬un¬um árið 2007. Nánari upplýsingar um viðburði meðan á sýningum stendur sjá www.gerdarsafn.is Allir velkomnir!