Næstu sýningar

Útskriftarsýning MA frá LHÍ

Fyrsta útskriftarsýning MA nema frá Listaháskóla Íslands

Laugardaginn 12. apríl kl. 15:00 opnar fyrsta útskriftarsýning meistaranema í hönnun og myndlist frá Listaháskóla Íslands.

Alþjóðlegt meistaranám í myndlist og hönnun hófst í Listaháskóla Íslands haustið 2012 og er þetta því fyrsti árgangurinn sem setur fram MA- verk sín á sérstakri útskriftarsýningu. 

Það eru tíu nemendur sem hér leggja fram verk sín til opinberrar sýningar og MA varnar; þrír í hönnun og sjö í myndlist. Þau eru: Ásgeir Matthíasson, Björg Vilhjálmsdóttir og Gréta Guðmundsdóttir af MA námsbraut í hönnun. Halldór Ragnarsson, Katla Rós Völu- og Gunnarsdóttir,  Kristín Helga Káradóttir, Kristín Gunnarsdóttir, Pia Antonsen Rognes, Ragnar Már Nikulásson og Rán Jónsdóttir af MA námsbraut í myndlist. 

Sýningin stendur til 11. maí.   Frítt er inn á sýninguna. 

Sýningarskrá