Fyrirsagnalisti

Líkamleiki 19. janúar 2018 - 15. apríl 2018

Sýningin Líkamleiki var opnuð föstudaginn 19. janúar og er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands 2018. Sýningin er hugleiðing um líkamann eins og hann birtist í samtímalist. Á sýningunni eru valin verk eftir listamenn sem eiga það sammerkt að vísa í líkamann og líkamleika af ýmsu tagi.

Lesa meira
 

Staðsetningar I  Einar Garibaldi & Kristján Steingrímur 7. október 2017 - 29. október 2017 3. nóvember 2017 - 7. janúar 2018

Staðsetningar er sýning á verkum Einars Garibalda Eiríkssonar og Kristjáns Steingríms Jónssonar, sem unnið hafa með málverkið um árabil. Einar Garibaldi og Kristján Steingrímur hafa báðir mótað með sér persónulega nálgun í rannsóknum sínum á náttúru, stöðum og staðsetningum. Sett verður upp sýning í tveimur hlutum. Á fyrri hluta sýningarinnar má sjá ný verk listamannanna en á seinni hluta sýningarinnar verður veitt frekari innsýn í vinnuaðferðir og rannsóknir þeirra.

Lesa meira
 

Cycle 1. september 2017 - 1. október 2017

Cycle - Fullvalda | Nýlenda (CFN) er þverfaglegt verkefni þar sem lögð er áhersla á skapandi ferli og tilraunastarfsemi frá samfélagslegu sjónarhorni. Verkefnið byggist á alþjóðlegu samstarfi og miðast sérstaklega við Grænland, Færeyjar og Ísland og tengslum þessara landa við Danmörku í nútíð og fortíð.

Lesa meira
 

Innra, með og á milli 3. júní 2017 - 27. ágúst 2017

Í sýningunni Innra, með og á milli er Gerði Helgadóttur (1928-1975) boðið að taka þátt í samfelldu samtali Ragnheiðar Gestsdóttur (IS), Theresu Himmer (DK/IS) og Emily Weiner (US). Í sýningunni kristallast vangaveltur um samhengi, tíma og gerð sögunnar þar sem listamennirnir fjórir standa jafnfætis þvert á stað og tíma – einhvers staðar inn á milli. Lesa meira
 

Útskriftarsýning MA nema í myndlist og hönnun 6. maí 2017 - 21. maí 2017

Laugardaginn 6. maí kl. 14:00 verður opnuð í Gerðarsafni útskriftarsýning meistaranema í myndlist og hönnun við Listaháskóla Íslands.

Lesa meira
 

+SAFNEIGNIN 16. janúar 2017 - 30. apríl 2017

+Safneignin er rými fyrir rannsóknir þar sem gestum er gefinn kostur á að líta á bak við tjöldin og kynnast því sem að öllu jöfnu tilheyrir innra starfi safns.

Lesa meira
 

NORMIÐ ER NÝ FRAMÚRSTEFNA 13. janúar 2017 - 19. mars 2017

Sýningin NORMIÐ ER NÝ FRAMÚRSTEFNA er hugleiðing um hversdagsleikann í íslenskri samtímalist. Á sýningunni verða ný verk ungrar kynslóðar listamanna sett í samhengi við verk sem unnin eru á​ ​níunda og tíunda ​áratug síðustu aldar.

Lesa meira
 

Þá // Cycle  27. október 2016 - 18. desember 2016

Sýningin This Time er hluti alþjóðlegu listahátíðarinnar CYCLE sem fer fram í menningarhúsum og almenningsrýmum í Kópavogi 27.- 30. október 2016.

Lesa meira
 

SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR 
EVA ÍSLEIFSDÓTTIR & SINDRI LEIFSSON
26. ágúst 2016 - 16. október 2016

SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR er röð einkasýninga sem kannar stöðu skúlptúrsins sem miðils í íslenskri samtímalist.

Lesa meira
 

SARA BJÖRNSDÓTTIR: FLÂNEUR 27. maí 2016 - 21. ágúst 2016

Sýning Söru Björnsdóttur Flâneur er einskonar sjálfsævisögulegt ferðalag og fjallar um leyndardómsfullt ástand listakonunnar á dvöl hennar í stórborginni Lundúnum þar sem hún sækir sér langþráðan vinnufrið. Sýningin er hluti af Listahátíð í Reykjavík 2016.

Lesa meira
 

Útskriftarsýning MA nema í hönnun og myndlist 16. apríl 2016 - 14. maí 2016

Útskriftarsýning MA nema í hönnun og myndlist frá Listaháskóla Íslands 2016.  Í MA námi í myndlist er nemendum skapaður vettvangur til að dýpka og auka þekkingu sína á sviði samtímamyndlistar, styrkja persónulega sýn og tengja listsköpun sína við fræðilegar forsendur fagsins. Í MA námi í hönnun er sjónum beint að aðkallandi viðfangsefnum í samtímanum en í auknu mæli er yfirlýst markmið MA hönnunarbrautarinnar að leiða hugsunina, breyta hugarfari og hafa jákvæð áhrif á það hvernig fólk lifir.

Lesa meira
 

Blint stefnumót 5. mars 2016 - 10. apríl 2016

Opnuð verður sýning á verkum úr safneign Gerðarsafns laugardaginn 5. mars. Á sýningunni verður tvinnað saman verkum eftir samtímalistamenn og eldri verkum úr safneign.

Lesa meira
 

Katrín Elvarsdóttir: Margföld hamingja 15. janúar 2016 - 27. febrúar 2016

Katrín Elvarsdóttir sýnir ljósmyndaverkið Margföld hamingjasem hún vann í Kína á árunum 2010-2014. Katrín dregur upp mynd af borg á mörkum þess hversdagslega og skáldaða með portrettmyndum af eldra fólki, náttúru í manngerðu umhverfi, híbýlum og fundnum skúlptúrum. Lesa meira
 

Ingvar Högni Ragnarsson: Uppsprettur 15. janúar 2016 - 27. febrúar 2016

Ingvar Högni Ragnarsson sýnir ljósmyndaseríu sem hann tók á þriggja vikna vinnustofudvöl við ARCUB í Rúmeníu. Ingvar Högni varpar ljósi á persónulegt sjónarhorn á umhverfið og einstaklinginn um leið afhjúpar hann flókið samspil samfélagsins og stéttaskiptingu. Lesa meira
 

SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR: Baldur Geir 17. október 2015 - 3. janúar 2016

Skúlptúr/skúlptúr er röð einkasýninga sem kannar stöðu skúlptúrsins sem miðils í íslenskri samtímalist.

Fyrstu tvær einkasýningarnar eru með verkum Habbyja Oskar og Baldurs Geirs Bragasonar.

Lesa meira
 

SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR: Habby Osk 17. október 2015 - 3. janúar 2016

Skúlptúr/skúlptúr er röð einkasýninga sem kannar stöðu skúlptúrsins sem miðils í íslenskri samtímalist. 

Fyrstu tvær einkasýningarnar eru með verkum Habbyja Oskar og Baldurs Geirs Bragasonar.

Lesa meira
 

RIFF viðburðadagskrá 29. september 2015 - 3. október 2015

Dagana 29. september - 2. október fer fram spennandi viðburðadagskrá RIFF í Gerðarsafni: kvikmyndasýningar, hópdáleiðsla við lifandi tónlist og listsýning í formi kvikmyndar.

Lesa meira
 

NEW RELEASE 13. ágúst 2015 - 11. október 2015

Á sýningunni NEW RELEASE er reynt á þolmörk sniðmengis tónlistar og myndlistar en sýningin er hluti alþjóðlegu listahátíðarinnar CYCLE sem fór fram í menningarhúsum og almenningsrýmum í Kópavogi 13.-16. ágúst.

Lesa meira
 

Birting 15. maí 2015 - 2. ágúst 2015

Birting er samsýning á verkum eftir íslenska samtímalistamenn sem unnin eru út frá steindum gluggum Gerðar Helgadóttur (1928-1975) í Skálholtskirkju, Kópavogskirkju og víðar.

Listamenn auk Gerðar Helgadóttur (1928-1974) eru Guðrún Kristjánsdóttir (f. 1950), Erla Þórarinsdóttir (f. 1955), Guðrún Benónýsdóttir (f. 1969), Hekla Dögg Jónsdóttir (f. 1969), Dodda Maggý (f. 1981), Lilja Birgisdóttir (b. 1983), Katrín Agnes Klar (f. 1985) og Ingibjörg Sigurjónsdóttir (f. 1985).  Sýningarstjóri er Kristín Dagmar Jóhannesdóttir.Lesa meira
 

Útskriftarsýning MA frá Listaháskóla Íslands 18. apríl 2015 - 10. maí 2015

Alþjóðlegt meistaranám í myndlist og hönnun hófst í Listaháskóla Íslands haustið 2012 og er þetta því annar árgangurinn sem setur fram MA- verk sín á sérstakri útskriftarsýningu. Sýningin verður opnuð laugardaginn 18. apríl í Gerðarsafni.

Lesa meira