Endurbætur í gerðarsafni

Sýningarsalir Gerðarsafns verða lokaðir út apríl vegna endurbóta. Í byrjun maí opnar útskriftarsýning meistaranema við Listaháskóla Íslands í öllu safninu. Garðskálinn er opinn að venju þriðjudaga til sunnudaga kl. 11-17.

NORMIÐ ER NÝ FRAMÚRSTEFNA

Sýningin NORMIÐ ER NÝ FRAMÚRSTEFNA er hugleiðing um hversdagsleikann í íslenskri samtímalist. Á sýningunni verða ný verk ungrar kynslóðar listamanna sett í samhengi við verk sem unnin eru á​ ​níunda og tíunda ​áratug síðustu aldar.

Útskriftarsýning MA nema í hönnun og myndlist

Listaháskóli Íslands

Útskriftarsýning MA nema í hönnun og myndlist frá Listaháskóla Íslands 2016.  Í MA námi í myndlist er nemendum skapaður vettvangur til að dýpka og auka þekkingu sína á sviði samtímamyndlistar, styrkja persónulega sýn og tengja listsköpun sína við fræðilegar forsendur fagsins. Í MA námi í hönnun er sjónum beint að aðkallandi viðfangsefnum í samtímanum en í auknu mæli er yfirlýst markmið MA hönnunarbrautarinnar að leiða hugsunina, breyta hugarfari og hafa jákvæð áhrif á það hvernig fólk lifir.


Fylgstu með okkur


Opnunartími

Þriðjudaga - föstudaga 11.00 - 17.00
Laugardaga - sunnudaga 11.00 - 17.00

Lokað á mánudögum

Aðgangseyrir er 500 kr.

Frítt fyrir börn og ungmenni yngri en 18 ára, aldraða, öryrkja,
námsmenn og félaga í SÍM, ICOM, FÍMK, FÍSOS gegn framvísun skírteinis.

Frítt á miðvikudögum