Staðsetningar I  Einar Garibaldi & Kristján Steingrímur

7.10-29.10.2017
3.11-7.1.2018

Staðsetningar er sýning á verkum Einars Garibalda Eiríkssonar og Kristjáns Steingríms Jónssonar, sem unnið hafa með málverkið um árabil. Einar Garibaldi og Kristján Steingrímur hafa báðir mótað með sér persónulega nálgun í rannsóknum sínum á náttúru, stöðum og staðsetningum. Sett verður upp sýning í tveimur hlutum. Á fyrri hluta sýningarinnar má sjá ný verk listamannanna en á seinni hluta sýningarinnar verður veitt frekari innsýn í vinnuaðferðir og rannsóknir þeirra.

sýningarskipti / Garðskálinn opinn

Gerðarsafn er lokað vegna sýningarskipta en seinni hluti sýningarinnar Staðsetningar opnar föstudaginn 3. nóvember kl. 20.

Cycle

1 - 30 september 2017

Cycle - Fullvalda | Nýlenda (CFN) er þverfaglegt verkefni þar sem lögð er áhersla á skapandi ferli og tilraunastarfsemi frá samfélagslegu sjónarhorni. Verkefnið byggist á alþjóðlegu samstarfi og miðast sérstaklega við Grænland, Færeyjar og Ísland og tengslum þessara landa við Danmörku í nútíð og fortíð.