Sýningarskipti / Garðskálinn opinn

Gerðarsafn er lokað vegna sýningarskipta. Verið velkomin á opnun útskriftarsýningar meistaranema í hönnun og myndlist frá Listaháskóla Íslands laugardaginn 28. apríl kl. 15. Garðskálinn og fræðslurýmið Stúdíó Gerðar eru opin á neðri hæð safnsins.

Líkamleiki

19.01 - 15.04.2018

Sýningin Líkamleiki var opnuð föstudaginn 19. janúar og er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands 2018. Sýningin er hugleiðing um líkamann eins og hann birtist í samtímalist. Á sýningunni eru valin verk eftir listamenn sem eiga það sammerkt að vísa í líkamann og líkamleika af ýmsu tagi.

Staðsetningar I  Einar Garibaldi & Kristján Steingrímur

7.10-29.10.2017
3.11-7.1.2018

Staðsetningar er sýning á verkum Einars Garibalda Eiríkssonar og Kristjáns Steingríms Jónssonar, sem unnið hafa með málverkið um árabil. Einar Garibaldi og Kristján Steingrímur hafa báðir mótað með sér persónulega nálgun í rannsóknum sínum á náttúru, stöðum og staðsetningum. Sett verður upp sýning í tveimur hlutum. Á fyrri hluta sýningarinnar má sjá ný verk listamannanna en á seinni hluta sýningarinnar verður veitt frekari innsýn í vinnuaðferðir og rannsóknir þeirra.