Veggspjaldasafn Gallerís Sævars Karls

Gjöf til safnsins árið 2008

Sævar Karl Ólason og Erla Þórarinsdóttir gáfu Gerðarsafni merkilegt safn veggspjalda sem gerð voru til að auglýsa sýningar í Galleríi Sævars Karls. Hver listamaður sem sýndi verk sín þar útbjó veggspjald í stað greiðslu fyrir aðstöðuna. Alls eru veggspjöldin 54 talsins og afar fjölbreytt, sum máluð, önnur teiknuð og enn önnur unnin sem skúlptúrar. Í þeim má rekja sögu Gallerísins sem stofnað var árið 1988 og var gefendunum umhugað um að þau varðveittust sem ein heild.