Sarpur

safneign Gerðarsafns

Í nóvember 2012 hófst skráning á safneign Gerðarsafns í sameiginlega gagnagrunninn Sarp.  Nú eru um 250 verk skráð úr safnkosti af rúmlega 4000 listaverkum ásamt 225 ljósmyndum úr safni Gerðar.  Skráningin er því ekki langt komin en stefnt er á að skrá öll aðföng á næsta ári, 2015.

Gagnasafn Sarps samanstendur einkum af upplýsingum um muni, myndir, fornleifar, hús, myndlist, hönnun, þjóðhætti og örnefni. Söfn og stofnanir sem aðild eiga að Sarpi eru núna um 50 talsins. Sarpur var opnaður almenningi 13. maí 2013 á vefslóðinni sarpur.isFagstjóri Sarps er Sigurður Trausti Traustason og hefur aðsetur hjá Landskerfi bókasafna sem jafnframt annast þjónustu við notendur og þróun gagnagrunnsins.

 Hér er hægt að skoða safneign.