Magnús Á. Árnason

1894 - 1980

Meðal annars vann hann symbólskar smámyndir úr gifsi. Hann er einnig þekktur fyrir portrett af skáldum og barnamyndir mótaðar í gifs. Í málaralistinni var landslag helsta viðfangsefni hans. Kaflaskil urðu í lífi Magnúsar þegar hann gekk að eiga Barböru Moray Williams listakonu frá Englandi í ársbyrjun 1937. Þau hjónin festu kaup á húsi á Kársnesbraut í Kópavogi eftir að hafa búið í Reykjavík í tvo áratugi. Magnús var mikill áhrifamaður í hinum ýmsu samtökum íslenskra myndlistarmanna. Þekktasta höggmynd Magnúsar er líklega Minnismerki yfir Sigurbjörn Sveinsson frá árinu 1952 sem lengi hefur verið til sýnis í lestrarsal í Bókasafni Kópavogs. Verkið var gert á leiði barnavinarins þjóðkunna Sigurbjörns Sveinssonar sem skrifaði Bernskuna og fleiri barnabækur. Þremur árum eftir andlát Magnúsar færði Minningarsjóður Barböru og Magnúsar Á. Árnasonar Kópavogsbæ listaverkagjöf með um 300 listaverkum. Þar af voru 200 eftir Magnús, málverk, höggmyndir og teikningar