Opið í dag

12:00-18:00

Magnús Á. Árnason (1894-1980)

Magnús Ársæll Árnason (1894-1980) var málari, myndhöggvari, tónskáld og rithöfundur. Þekktasta höggmynd Magnúsar er líklega Minnismerki yfir Sigurbjörn Sveinsson frá árinu 1952. Brjóstmyndir Magnúsar af skáldum eru einnig vel þekktar og þykja heilsteypt og falleg verk. Afkastamestur var Magnús í málverki. Flestar myndir hans eru af íslensku landslagi enda var hann mikill náttúruunnandi. Magnús var fyrstur til að halda myndlistarsýningu í Kópavogi, 12. nóvember 1960 á 2. hæð í Félagsheimili Kópavogs, sem þá var óinnréttað. Á sýningunni voru 60 málverk og 8 höggmyndir. Magnús var áhrifamaður í hinum ýmsu samtökum íslenskra myndlistarmanna og var fyrsti formaður í Myndhöggvarafélagi Reykjavíkur, sem stofnað var 1972. Árið 1983, þremur árum eftir andlát Magnúsar, færði Minningarsjóður Barböru og Magnúsar Á. Árnasonar Kópavogsbæ listaverkagjöf með um 300 listaverkum. Þar af voru 200 eftir Magnús, málverk, höggmyndir og teikningar. 

 

 

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner