Safnkostur

Skipuleg söfnun listaverka í Kópavogi hófst á tíu ára afmæli bæjarins árið 1965 þegar samþykkt var að stofna Lista- og menningarsjóð og verja til hans fastri árlegri fjárhæð. Í safneign Listasafns Kópavogs-Gerðarsafns eru nú um 4.250 verk. Uppistaðan er um 1400 verk eftir Gerði Helgadóttur, myndhöggvara, sem Kópavogsbær fékk að gjöf frá erfingjum hennar árið 1977. Í gjöf minningarsjóðs Barböru og Magnúsar Á. Árnasonar, sem barst bænum árið 1983, voru um 300 verk eftir þau hjónin. Frá því að safnið tók til starfa, hafa því borist að gjöf frá stofnunum og einstaklingum um 160 verk. Árið 2009 færðu börn Valgerðar Briem, listakonu, safninu að gjöf 1640 verk, aðallega teikningar eftir móður sína. Verk sem ýmist hafa verið keypt fyrir fé Lista- og menningarráðs eða gefin til safnsins af einstaklingum eru nú um 650 að tölu. Langflest eru eftir íslenska listamenn, einkum núlifandi. Eftir því sem næst verður komist er málverkið Kvöld í Kópavogi, 1965 eftir Eirík Smith fyrsta verkið sem keypti var til bæjarins árið 1965.