GERÐUR: YFIRLIT

31.05.-12.08.2018

Á sýningunni GERÐUR verður gefið yfirlit yfir fjölbreyttan feril Gerðar Helgadóttur (1928-1975) myndhöggvara. Gerður var fjölhæfur myndlistarmaður sem fékkst við skúlptúr, steint gler og mósaík en á sýningunni verður ljósi varpað á þemu og sjónrænar tengingar milli verka. Til grundvallar sýningarinnar eru fjórtán hundruð verk Gerðar í safneign Gerðarsafns. Safnið er stofnað til heiðurs Gerði og er eina safn landsins nefnt eftir kvenkyns listamanni.

Sýningarstjórar eru Kristín Dagmar Jóhannesdóttir og Brynja Sveinsdóttir. Sýningarhönnuðir eru Arnar Freyr Guðmundsson, Friðrik Steinn Friðriksson og Hreinn Bernharðsson.

Senda grein