Gönguleiðsögn með Einari Garibalda og Kristjáni Steingrími

sun 26. nóv kl. 14-16


Verið velkomin í sunnudagsgöngu með listamönnunum Einari Garibalda Eiríkssyni og Kristjáni Steingrími Jónssyni næstkomandi sunnudag, 26. nóvember kl 14. Listamennirnir munu kanna nærumhverfi Gerðarsafns og tengja það við vinnuferli sitt en báðir vinna þeir með staði og staðsetningar í verkum sínum.

Sunnudagsgangan er hluti af viðburðadagskrá í tengslum við seinni hluti sýningarinnar Staðsetningar. Í seinni hlutanum er lögð áhersla á að gefa gestum tækifæri til þess að fá innsýn í vinnuferli listamannanna og rannsóknir sem þeir hafa þróað í áratugi. Verk þeirra fela meðal annars í sér athuganir á náttúru, stöðum og staðsetningum ásamt því að báðir velta fyrir sér sambandi mannfólksins við umhverfi sitt. Á göngunni mun pönkið í Kópavogi koma við sögu og náttúra Kársness verður rædd út frá notkun Kristjáns Steingríms á jarðvegi í málverkum sínum. Einar Garibaldi vinnur með fundin málverk í formi götuskilta og verður forvitnilegt að vita hvort eitt slíkt verður á vegi hans. 

Gangan endar á safninu með stuttri leiðsögn um sýninguna í fylgd með listamönnunum og svo er tilvalið að fá sér kaffi eða heitt kakó á Garðskálanum á neðri hæð safnsins. 

Gangan er opin öllum og aðgangur á safnið gildir á viðburðinn.