Skoðum málverk | hádegisleiðsögn

miðvikudag 18. okt kl. 12:15

Verið velkomin í hádegisleiðsögn um sýninguna Staðsetningar næstkomandi miðvikudag, 18. október kl. 12:15. Staðsetningar er sýning á verkum Einars Garibalda Eiríkssonar og Kristjáns Steingríms Jónssonar, sem unnið hafa með málverkið um árabil. Einar Garibaldi og Kristján Steingrímur hafa báðir mótað með sér persónulega nálgun í rannsóknum sínum á náttúru, stöðum og staðsetningum. 

Leiðsögnin er liður í Menningu á miðvikudögum sem er nýr dagskrárliður Menningarhúsanna í Kópavogi. Dagskráin fer fram alla miðvikudaga ýmist í Gerðarsafni, Salnum, Héraðsskjalasafni Kópavogs og Bókasafni Kópavogs. Meðal viðburða eru hádegistónleikar, bókaumfjallanir, upplestrar og stuttar hádegisleiðsagnir. Allir viðburðir Menningar á miðvikudögum er gestum að kostnaðarlausu.