Fjölskyldustund í Gerðarsafni

23. september kl. 13-15Hringrás I Vídeósmiðja fyrir 1-5 ára krakka
23. september kl. 13-15

Verið velkomin á vídeósmiðjuna Hringrás fyrir eins til fimm ára krakka ásamt fylgifiskum. Vídeósmiðjan er leikur að tímalínu og lifandi myndefni í snjalltækjum. Smiðjan er leikur og sköpun þar sem við rannsökum möguleika hljóðs og lifandi myndar þar sem hljóð verður að mynd. Smiðjan er leidd af Björk Viggósdóttur myndlistarmanni og er í tengslum við listahátíðina Cycle.

Vídeósmiðjan er liður í fjölskyldustundum Menningarhúsanna Menningarhúsin í Kópavogi bjóða upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna í allt vor. Um er að ræða listsmiðjur, upplestur, tónleika og fleira fyrir börn og unglinga sem hefjast upp úr hádegi. Viðburðirnir fara ýmist fram í Gerðarsafni, Bókasafni Kópavogs, Náttúrufræðistofu Kópavogs eða í Salnum og er aðgangur að viðburðum gestum að kostnaðarlausu.