Menning á miðvikudögum

20. september kl. 12Boðið verður upp á menningardagskrá á hverjum miðvikudegi í Menningarhúsunum í Kópavogi í vetur. Nú á miðvikudaginn, 20. september kl. 12, verður boðið upp á leiðsögn um sýninguna Fullveldi I Nýlenda sem stendur sem hluti af listahátíðinni Cycle. Í leiðsögninni verður fjallað um verk Andrew Ranville, Austur er vestur og vestur er austur, sem birtir fána smáþjóða sem hafa reynt og mistekist að öðlast sjálfstæði. Einnig verður fjallað um verk Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar, Stjórnarskrá er ferli, þar sem fimm íslenskar stjórnarskrár eru sýndar opinberlega í fyrsta skipti.

Menning á miðvikudögum er ýmist í Gerðarsafni, Salnum, Héraðsskjalasafni Kópavogs og Bókasafni Kópavogs. Fyrsta og þriðja miðvikudag í mánuði býður Héraðsskjalasafn Kópavogs upp á ljósmyndagreiningu kl. 10:30-11:30. Hina miðvikudagana skiptast Gerðarsafn, Bókasafn Kópavogs og Salurinn á ða bjóða upp á hádegistónleika, bókaumfjöllun, upplestra og stuttar hádegisleiðsagnir.

Dagskrá Menningar á miðvikudögum er öllum opin og er aðgangur ókeypis.