Listamannaspjall á síðasta sýningardegi

sunnudaginn 27. ágúst kl. 15

Á sunnudeginum 27. ágúst kl. 15 munu listamennirnir Ragnheiður Gestsdóttir og Theresa Himmer leiða gesti um sýninguna og ræða verk sín. 

Ragnheiður Gestsdóttir (f. 1975) er myndlistarmaður með bakgrunn í sjónrænni mannfræði. Í verkum sínum sem hún vinnur ýmist í vídeó, skúlptúr eða innsetningu varpar hún fram spurningum um vald, kerfi og tungumál. Hún spyr hver hafi aðgang að því að flokka og skrásetja veruleikann, út frá hvaða sjónarhorni það sé gert og hvaða tungumáli sé beitt. 

Theresa Himmer (f. 1976) er danskur myndlistarmaður og arkitekt sem býr og starfar á Íslandi. Theresa kannar upplifanir og hugmyndir um staði, staðbundnar ímyndir og minningar í verkum sínum, hvort sem um er að ræða ljósmyndir, vídeó eða innsetningar í almenningsrýmum. Listrannsóknir hennar leitast við að varpa ljósi á eiginleg og óeiginleg rými og virkni þeirra með vísun í arkitektúr, poppmenningu og sálgreiningu.

Listamannaspjallið er hluti af viðburðadagskrá verður haldin á síðustu sýningarhelgi Innra, með og á milli en á laugardaginn 26. ágúst kl. 15 leiðir Saga Sigurðardóttir, dansari og danshöfundur, þátttökuviðburð í dönsum í anda dulspekingsins George Gurdjieff.

Viðburðirnir er öllum opnir og aðgangseyrir á safnið gildir.