Gurdjieff dansar og gleðistund

laugardaginn 26. ágúst 15:00


Viðburðadagskrá verður haldin á síðustu sýningarhelgi "Innra, með og á milli", 26.-27. ágúst. Saga Sigurðardóttir, danshöfundir og dansari, mun leiða þátttökuviðburð í hreyfingum í anda Gurdjieff laugardaginn 26. ágúst kl. 15. 

Viðburðurinn er innblásinn af verki Theresu Himmer "Arkitektónískar æfingar" unnið í samstarfi við Sögu Sigurðardóttur þar sem hreyfingar Gurdjieff eru túlkaðir í samtali við arkitektúr Gerðarsafns. Verkið byggir á áhuga Gerður Helgadóttir (1928-1975) á dulspeki en hún sótti fyrirlestra um dulspekikenningar George Gurdjieff hjá dansaranum og kennaranum Madame de Salzmann en saman þróuðu þau "heilaga dansa" sem byggðust á hreyfingu eftir geómetrískri hrynjandi þar sem líkaminn verður að tengingu milli innri og ytri heims. 

Eftir viðburðinn verður haldin gleðistund í Garðskálanum.

Á sunnudaginn 27. ágúst kl. 15 verður listamannaspjall með Ragnheiði Gestsdóttur og Theresu Himmer.

Viðburðirnir er öllum opnir og aðgangseyrir á safnið gildir.

Fylgstu með okkur


Opnunartími

Þriðjudaga - föstudaga 11.00 - 17.00
Laugardaga - sunnudaga 11.00 - 17.00

Lokað á mánudögum

Aðgangseyrir er 1000 kr.

Námsmenn 500 kr. Frítt fyrir börn og ungmenni yngri en 18 ára,
aldraða, öryrkja og félaga í SÍM, ICOM, FÍMK, FÍSOS gegn framvísun skírteinis.

Frítt á miðvikudögum