Sumarnámskeið / Engill kemur í heimsókn

8.-11. ágúst

Engill kemur í heimsókn

Rit- og myndlistarnámskeið fyrir 8-13 ára

Dagana 8. - 11. ágúst munu rithöfundurinn Gerður Kristný og myndlistamaðurinn Guðrún Benónýs leiða námskeið í Gerðarsafni fyrir börn á aldrinum 8 til 13 ára.

Námskeiðið hverfist um málverk eftir Hugo Simberg og þátttakendur velta fyrir sér hvernig venjulegt líf og umhverfi listamannsins getur blandast inn í listaverk hans. Meðal spurninga sem velt verður upp er hvernig tákn og litir geta haft á hvernig við upplifum listaverk.

þátttakendur skapa sitt eigið listaverk sem sýnt verður í Stúdíó Gerðar í lok námskeiðs. 

Sköpunarkraftur í formi söguskrifa verður svo virkjaður með Gerði Kristnýju sem veltir fyrir sér hvernig maður segir áhugaverða sögu og hvernig þekktustu rithöfundar heims hafa fengið hugmyndir. Sama málverkið verður notað til að þjálfa þátttakendur í að hugsa út fyrir rammann og skrifa sögu.

Námskeiðstími. 8. - 11. ágúst frá kl.10:00 - 14:30. Hámarksfjöldi á námskeiðinu eru 20 börn.

Námskeiðsgjald er kr. 16.000. Systkinaafsláttur er í boði.

Nánari upplýsingar veitir Ólöf Breiðfjörð á netfang menningarhusin@kopavogur.is 


Fylgstu með okkur


Opnunartími

Þriðjudaga - föstudaga 11.00 - 17.00
Laugardaga - sunnudaga 11.00 - 17.00

Lokað á mánudögum

Aðgangseyrir er 1000 kr.

Námsmenn 500 kr. Frítt fyrir börn og ungmenni yngri en 18 ára,
aldraða, öryrkja og félaga í SÍM, ICOM, FÍMK, FÍSOS gegn framvísun skírteinis.

Frítt á miðvikudögum