Vídeólist fyrir 8-12 ÁRA  

laugardaginn 20. maí kl. 13-17  

Verið velkomin í vídeósmiðju með snjalltækjum fyrir 8-12 ára krakka í Gerðarsafni á laugardaginn 20. maí
 kl. 13-17. 

Björk Viggósdóttir, myndlistarmaður, leiðir smiðjuna þar sem krakkar læra að gera vídeólist með leik að tímalínu og lifandi myndefni í á sínu eigin snjalltæki.


Auðveldar tæknibrettur og Green Screen-tækni verða skoðuð í Stopp Motion forriti sem fást ókeypis á netinu og ætlast til að þátttakendur taki spjaldtölvuna sína með og séu með forrtitið til staðar. (Stop Motion eða imovie). 

Skráning í námskeiðið er á menningarhusin@kopavogur.is og er fjöldi þátttakenda takmarkaður.

Vídeósmiðjan er liður í fjölskyldustundum Menningarhúsanna Menningarhúsin í Kópavogi bjóða upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna í allt vor. Um er að ræða listsmiðjur, upplestur, tónleika og fleira fyrir börn og unglinga sem hefjast upp úr hádegi. Viðburðirnir fara ýmist fram í Gerðarsafni, Bókasafni Kópavogs, Náttúrufræðistofu Kópavogs eða í Salnum og er aðgangur að viðburðum gestum að kostnaðarlausu.