Listamannaspjall með útskriftarnemum í myndlist

14. maí kl 15

Sunnudaginn 14. maí kl 15 verða meistaranemar í myndlist 

með listamannaspjall í tengslum við 

útskriftarsýningu sem nú stendur yfir á Gerðarsafni. Aðgangur er ókeypis.


Á sýningunni má sjá afrakstur tveggja ára háskólanáms þar sem fimm hönnuðir og fimm myndlistarmenn hafa fengið tækifæri til að þróa og styrkja rannsóknir sínar á viðkomandi fagsviðum undir leiðsögn leiðandi hönnuða og myndlistarmanna. Áhersla er lögð á skapandi 
og greinandi hugsun sem nýtist við framsækin verkefni á sviðum hönnunar og myndlistar á Íslandi.Útskriftarnemendur í MA myndlist:

Ásgrímur Þórhallsson
Florence So Yue Lam
Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir
Mia Van Veen 
Myrra Leifsdóttir


Listamannaspjall hönnunarnema verður 21. maí kl 15.Fylgstu með okkur


Opnunartími

Þriðjudaga - föstudaga 11.00 - 17.00
Laugardaga - sunnudaga 11.00 - 17.00

Lokað á mánudögum

Aðgangseyrir er 1000 kr.

Námsmenn 500 kr. Frítt fyrir börn og ungmenni yngri en 18 ára,
aldraða, öryrkja og félaga í SÍM, ICOM, FÍMK, FÍSOS gegn framvísun skírteinis.

Frítt á miðvikudögum