BARNAMENNINGARHÁTÍÐ Í KÓPAVOGI 

25. - 29. apríl 2017 

Barnamenningarhátíð í Menningarhúsunum í Kópavogi hefur gengið í garð með fjölbreyttum smiðjum og dagskrá fyrir leikskóla- og grunnskólakrakka. 

Leikskólahópum býðst að sækja dagskrá um selinn í Náttúrufræðistofu og á Bókasafninu og að hlusta á Dúó Stemmu í Salnum. Grunnskólahópar geta sótt listsmiðju í Gerðarsafn og fræðsludagskrá um seli í Náttúrufræðistofu. Unglingum býðst að sækja námskeið hjá Steinunni Eldflaug sem mun kenna undirstöðuatriði í raftónlistargerð í Molanum, ungmennahúsi.

Uppskeruhátíð Barnamenningarhátíðar verður haldin laugardaginn 29. apríl kl. 13-17 með opnum ljóða- og listsmiðjum, þjóðlagatónleikum og fróðleik fyrir alla fjölskylduna. Meðal viðburða verður opnun á gluggaverki eftir unglinga í vali í myndlist í Kársnesskóla sem var unnið í anda steindra glugga Gerðar Helgadóttur. Verk þeirra verður opnað í Salnum kl. 13 en hópurinn hefur unnið undir handleiðslu Guðnýjar Jónsdóttur, myndmenntakennara, og Guðrúnar Kristjánsdóttur, myndlistarmanns.


Dagskrá uppskeruhátíðarinnar má finna að neðan og á vefnum. Dagskráin opin öllum og aðgangur ókeypis.