Fjölskyldustundir alla laugardaga

Menningarhúsin í Kópavogi bjóða upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna í allt vor. 

Um er að ræða listsmiðjur, upplestur, tónleika og fleira fyrir börn og unglinga sem hefjast upp úr hádegi. Viðburðirnir fara ýmist fram í Gerðarsafni, Bókasafni Kópavogs, Náttúrufræðistofu Kópavogs eða í Salnum og er aðgangur að viðburðum gestum að kostnaðarlausu.

Meðal viðburða á fjölskyldustundum eru:

21/01 Ég sá sauð – ljóðatónleikar fyrir börn í Salnum
Ýmsar verur úr ljóðum lifna við í flutningi Jóns Svavars Jósefssonar söngvara og Hrannar Þráinsdóttur píanóleik

28/01 Klessusmiðja í Stúdíói Gerðar í Gerðarsafni
Leikið verður með form og liti og listaverk gerð úr klessum í smiðju sem er sérstaklega ætluð 2 – 4 ára börnum og fylgifiskum. 

11/02 Tónlistarsmiðja Möggu Stínu í Salnum
Hljóðin í okkar daglega umhverfi verða könnuð í smiðju með Möggu Stínu og tónlist og textar samdir.

04/02 Legósmiðja í Bókasafni Kópavogs Aðalsafni
Arkitektar, verkfræðingar og listamenn framtíðarinnar fá útrás fyrir sköpun með legókubbum.

Vordagskrá fjölskyldustunda var dreift í öll hús í Kópavogi og fást í Menningarhúsunum í Kópavogi. Næstu viðburði fjölskyldustunda má sjá að neðan og rafræna útgafu af allri vordagskránni má finna á síðu Kópavogsbæjar.