Fjölskyldustund: Skrímsli og furðudýr

25.02.2017 13:00-15:00

Leynast skrímsli og furðuverur í Gerðarsafni? Hvað er furðulegasta dýr sem þú getur ímyndað þér? Í smiðjunni munum við leita að ævintýraverum og gera okkar eigin skrímsli úr listaverkunum á sýningunni Normið er ný framúrstefna í Gerðarsafni. Finnum það furðulega úr venjulegum hlutum og leyfa hugmyndafluginu að að fara á flug. 

Smiðjan hentar krökkum á öllum aldri og er opin öllum. Smiðjan hefst laugardaginn 25. febrúar kl. 13.