DECORE (DORÍON) Í KÓPAVOGSKIRKJU

DeCore (Doríon) í Kópavogskirkju

Föstudag, 3. febrúar kl. 18:30-23:00

Listaverki Doddu Maggýjar DeCore (Doríon), 2017 verður varpað á Kópavogskirkju og í kjölfarið verður friðarstund með tónlistarhópnum Umbru í kirkjunni en einnig leikur organisti Kópavogskirkju Lenka Matéova á orgelið. 

Viðburðurinn markar upphaf söfnunarátaks vegna viðgerða á gluggum kirkjunnar en steint glerið er verk Gerðar Helgadóttur. Verkið er ný útgáfa af verkinu Doríon, sem unnið til heiðurs Gerði Helgadóttur fyrir sýninguna Birtingu 2015.