DECORE (DORÍON) Í KÓPAVOGSKIRKJU

DeCore (Doríon) í Kópavogskirkju

Föstudag, 3. febrúar kl. 18:30-23:00

Listaverki Doddu Maggýjar DeCore (Doríon), 2017 verður varpað á Kópavogskirkju og í kjölfarið verður friðarstund með tónlistarhópnum Umbru í kirkjunni en einnig leikur organisti Kópavogskirkju Lenka Matéova á orgelið. 

Viðburðurinn markar upphaf söfnunarátaks vegna viðgerða á gluggum kirkjunnar en steint glerið er verk Gerðar Helgadóttur. Verkið er ný útgáfa af verkinu Doríon, sem unnið til heiðurs Gerði Helgadóttur fyrir sýninguna Birtingu 2015. Fylgstu með okkur


Opnunartími

Þriðjudaga - föstudaga 11.00 - 17.00
Laugardaga - sunnudaga 11.00 - 17.00

Lokað á mánudögum

Aðgangseyrir er 1000 kr.

Námsmenn 500 kr. Frítt fyrir börn og ungmenni yngri en 18 ára,
aldraða, öryrkja og félaga í SÍM, ICOM, FÍMK, FÍSOS gegn framvísun skírteinis.

Frítt á miðvikudögum