Leiktu þér að matnum - Skúlptúrhlaðborð í Stúdíói Gerðar  

28. janúar kl. 14-16

Linn Björklund myndlistarmaður og safnkennari leiðir fjölskyldustund í Stúdíói Gerðar, laugardaginn 28. janúar frá kl. 14-16. Linn skoðar nokkur verk sýningarinnar NORMIÐ ER NÝ FRAMÚRSTEFNA þar sem finna má skemmtilegar vísanir í heimilið og hversdagsleikann. Í kjölfarið verða þátttakendur hvattir til að „leika sér að matnum“, gera tilraunir með girnileg form, lystuga liti og bragðgóðar hugmyndir. Smiðjan er unnin í tengslum við sýninguna NORMIÐ ER NÝ FRAMÚRSTEFNA. Á sýningunni er að finna verk ellefu íslenskra listamanna sem verða til ​úr efni og aðstæðum hversdagsins og sýnir aðdáun listamanna á því sem er óvenjulega venjulegt.

Fjölskyldustundin er hugsuð fyrir alla fjölskylduna og er öllum velkomið að vera með við matarborðið milli kl. 14-16. Smiðjan er liður í Fjölskyldustundum í Menningarhúsunum í Kópavogi þar sem er boðið upp á dagskrá fyrir fjölskyldur á hverjum laugardegi. Þátttaka ókeypis og allir velkomnir. Heildardagskrá Fjölskyldustunda Menningarhúsanna í Kópavogi má finna hér.


Fylgstu með okkur


Opnunartími

Þriðjudaga - föstudaga 11.00 - 17.00
Laugardaga - sunnudaga 11.00 - 17.00

Lokað á mánudögum

Aðgangseyrir er 1000 kr.

Námsmenn 500 kr. Frítt fyrir börn og ungmenni yngri en 18 ára,
aldraða, öryrkja og félaga í SÍM, ICOM, FÍMK, FÍSOS gegn framvísun skírteinis.

Frítt á miðvikudögum