Opinn hljóðnemi í Garðskálanum

26. janúar kl. 20-22

Fimmtudaginn 26. janúar kl. 20-22 verður haldið Opinn hljóðnemi: grasrótarkvöld í Garðskálanum í Gerðarsafni. Á viðburðinum gefst ljóðskáldum færi á að flytja ljóð sín í notalegu umhverfi og félagsskap annarra ljóðskálda. Ljóðabækur verða sedar á staðnum og Garðskálinn býður ljúfar veitingar til sölu. Viðburðurinn er liður í Dögum ljóðsins sem standa yfir frá 21. – 28. janúar í Menningarhúsunum í Kópavogi. 

Opni hljóðneminn er í samstarfi við Blekfjelagið, nemendafélag ritlistarnema við Háskóla Íslands. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. 

Ljóðahátíðin Dagar ljóðsins eru haldnir í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá fæðingu Jóns úr Vör. Á Dögum ljóðsins verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna, áhugafólk um ljóðlist og Jón úr Vör og fer dagskráin fram í Menningarhúsunum í Kópavogi. Heildardagskrá Daga ljóðsins má finna að neðan og á síðu Menningarhúsa Kópavogs.

Fylgstu með okkur


Opnunartími

Þriðjudaga - föstudaga 11.00 - 17.00
Laugardaga - sunnudaga 11.00 - 17.00

Lokað á mánudögum

Aðgangseyrir er 1000 kr.

Námsmenn 500 kr. Frítt fyrir börn og ungmenni yngri en 18 ára,
aldraða, öryrkja og félaga í SÍM, ICOM, FÍMK, FÍSOS gegn framvísun skírteinis.

Frítt á miðvikudögum