SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR námskeið fyrir 8-12 ára

Gerðarsafn býður upp á ókeypis tveggja daga SKÚLPTÚR námskeið fyrir 8-12 ára krakka. Námskeiðið fer fram í haustfríi skóla Kópavogsbæjar - mánudaginn 26. október og þriðjudaginn 27. október kl. 13-15. 

Linn Björklund myndlistarmaður leiðir námskeiðið. Litið verður inn á SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR sýningu Baldurs Geirs og Habbyjar Oskar og rætt um höggmyndir og ólíkar hugmyndir í skúlptúr. Á listasmiðju verða gerðir skúlptúrar innblásnir af sýningunum og munu skúlptúrarnir breytast á meðan á námskeiðinu stendur. Námskeiðinu lýkur á sýningu á verkunum í Stúdíó Gerður á neðri hæð safnsins. 

Námskeiðið teygir sig yfir tvo daga og er sniðið að krökkum á aldrinum 8-12 ára. Þátttaka í námskeiðinu er ókeypis og fer skráning fram á netfangið gerdarsafn@kopavogur.is

Hlökkum til að sjá ykkur!