Sýningarspjall: Rýmið sem miðill í verkum Ólafs Elíassonar

Verið velkomin á sýningarspjall um NEW RELEASE 

sunnudaginn 27. september kl. 15

Listfræðingurinn Silja Pálmarsdóttir mun fjalla um rýmið sem miðil í verkum Ólafs Elíassonar út frá skúlptúr hans Spiegeltunnel (2009), sem er hluti af sýningunni.

Silja Pálmarsdóttir er listfræðingur með viðbótar meistaragráðu í alþjóðlegri sjónlistarsögu frá Bologna háskóla. Í meistararitgerð sinni rannsakaði hún notkun Ólafs Elíassonar á rými sem miðli og mun hún fjalla um verk hans út frá rannsókn sinni. 

Sýningin NEW RELEASE er hluti alþjóðlegu listahátíðarinar CYCLE sem fór fram í menningarhúsum og almenningsrýmum í Kópavogi 13.-16. ágúst. Á sýningunni eru verk íslenskra og erlendra listamanna sem standa á mörkum samtímatónlistar, gjörningalistar, myndlistar og hljóðlistar. 

Listamenn sýningarinnar eru Andreas Greiner (DE) & Tyler Friedman (US), Boris Ondreička (SK), Charles Stankievech (CA), Christina Kubisch (DE), Curver Thoroddsen (IS), Einar Torfi Einarsson (IS), Gjörningaklúbburinn (IS), Hulda Rós Guðnadóttir (IS), Jeremy Shaw (CA), Katrína Mogensen (IS), Logi Leó Gunnarsson (IS), Ólafur Elíasson (DK/IS), Sigtryggur Berg Sigmarsson (IS), Sigurður Guðjónsson (IS) & Þráinn Hjálmarsson (IS).

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.