Safnanótt 

6. febrúar

Dagskrá Gerðarsafns á safnanótt 

Kl. 19:00 – 23:30 Pop-up eldhús Gerðarsafns Gerðarsafn opnar pop- up eldhús í safninu á Safnanótt og bíður upp á léttar veitingar.

Kl. 19:00 – 22:00 Stúdíó Gerðar – skapandi vinnusmiðjur Guðrún Benónýsdóttir, myndlistarmaður og listgreinakennari leiðir sjálfstæðar vinnusmiðjur fyrir ólíka aldurshópa í tengslum við fræðslu- og upplifunarsýninguna Stúdíó Gerðar Helgadóttir. Á fræðslu- og upplifunarsýningunni Stúdíó Gerðar er leitast eftir því að líta á bak við tjöldin og forvitnast um listsköpun Gerðar út frá vinnustofunni. Sett hefur verið upp tilraunavinnustofa sem tekur mið af vinnustofu Gerðar Helgadóttur ásamt fjölbreyttum skapandi verkefnum sem bíður gestum, ungum sem öldnum að taka virkan þátt í uppbyggingu sýningarinnar. Fjölskyldufólk er sérstaklega hvatt til að koma í heimsókn á eigin vegum og njóta skapandi samverustundar. 

Kl. 20 – 21:30 Leiðsögn í listaverkageymslu Gerðarsafns Það er fátítt að gestum og gangandi sé hleypt í geymslur og bakland safnsins. Hér gefst einstakt tækifæri til að skyggnast á bak við tjöldin. Leiðsögn hefst á 30 mínútna fresti frá kl. 20:00, og komast tíu manns í hvern hóp. Skráning fer fram á staðnum. 

Kl. 19:00 – 00:00 Mysteríum - vörpunarstúdíó (vinnustofa fyrir 16+) Björk Viggósdóttir myndlistarmaður og Ragnheiður Harpa Leifsdóttir fjöllistamaður leiða tilraunakennda vinnustofu fyrir ungt fólk (16+) þar sem unnið verður með ljós, speglanir, videovörpun og tónlist. Smiðjan hefst tímanlega kl. 19 en þátttakendur munu flytja afrakstur vinnunnar með lifandi viðburði fyrir áheyrendur kl. 22. Takmarkaður fjöldi - skráning fer fram í netfang gerdarsafn@kopavogur.is Viðburðurinn er unninn í samstarfi við Molann – ungmennahús.