MA 2018 | Leiðsögn með meistaranemum í hönnun

13.05. kl. 15

Sunnudaginn 13. maí kl. 15 munu meistaranemar í hönnun leiða gesti um útskriftarsýninguna. Í útskriftarverkum hönnunarnema tengjast og kallast á rannsóknir og tilraunir til endursköpunar kerfa, hönnunar okkar sjálfra og endurhugsun á þeim möguleikum sem búa í umhverfi okkar. Útskriftarsýning meistaranema í myndlist og hönnun frá Listaháskóla Íslands stendur nú yfir í Gerðarsafni

Aðgangur er gestum að kostnaðarlausu.