Hádegisleiðsögn - menning á miðvikudögum

mið 31. jan kl 12:15-13:00

Brynja Sveinsdóttir mun ræða við gesti um sýninguna Líkamleiki sem er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands. Sýningin samanstendur af verkum 18 samtímalistamanna og inniheldur ný eða nýleg verk sem vísa í líkamann á ýmsa vegu. Sýningin hefur hlotið verðskuldaða athygli fyrir frumleg efnistök og nálgun á ljósmyndina sem listmiðil. Viðburðurinn er liður í dagskrá Menningarhúsanna í Kópavogi; Menning á miðvikudögum. Frítt er á viðburðinn