Hverfið mitt | Fjölskyldustund í Gerðarsafni


Næstkomandi laugardag, 16. desember kl. 13-15, fer fram fjölskyldustund í tengslum við sýninguna Staðsetningar sem stendur yfir í Gerðarsafni. Þema smiðjunnar er „Hverfið mitt“, þar sem hver fjölskylda vinnur með eigið nærumhverfi og heimili.

Lesa meira

Menning á miðvikudögum | Hádegisleiðsögn um Staðsetningar


Verið velkomin í hádegisleiðsögn um sýninguna Staðsetningar næstkomandi miðvikudag 6. desember kl. 12:15 í Gerðarsafni. Staðsetningar er sýning í tveimur hlutum á verkum Einars Garibalda Eiríkssonar og Kristjáns Steingríms Jónssonar

Lesa meira

Aðventuhátíð í Kópavogi | Jólamarkaður, bjöllukór og jólaluktir í Gerðarsafni

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin næstkomandi laugardag 2. desember með fjölbreyttri dagskrá fyrir alla fjölskylduna í og við Menningarhúsin í Kópavogi. Í Gerðarsafni verður haldin fjölskyldusmiðja í gerð jólalukta, bjöllukór flytur jólalög og í safninu verður jólamarkaður með veggspjöldum og jólabókum. Garðskálinn verður í hátíðarbúning með jólaseðil fram á kvöld.

Lesa meira

Gönguleiðsögn með Einari Garibalda og Kristjáni Steingrími

Verið velkomin í sunnudagsgöngu með listamönnunum Einari Garibalda Eiríkssyni og Kristjáni Steingrími Jónssyni næstkomandi sunnudag, 26. nóvember kl 14. Listamennirnir munu kanna nærumhverfi Gerðarsafns og tengja það við vinnuferli sitt en báðir vinna þeir með staði og staðsetningar í verkum sínum.

Lesa meira