Fræðsla

Fræðsla

Gerðarsafn býður upp á fjölbreytta viðburða- og fræðsludagskrá. Safnið skipuleggur viðburðadagskrá í tengslum við sýningar safnsins svo sem sýningarspjall með listamönnum og sýningarstjóra og leiðsagnir fyrir stóra og smærri hópa. Einnig er reglulega boðið upp á vinnusmiðjur með listamanni fyrir fjölskyldur og skólahópa.

Fjölskyldustundir alla laugardaga 


Menningarhúsin í Kópavogi bjóða upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna í allt vor. 

Um er að ræða listsmiðjur, upplestur, tónleika og fleira fyrir börn og unglinga sem hefjast upp úr hádegi. Viðburðirnir fara ýmist fram í Gerðarsafni, Bókasafni Kópavogs, Náttúrufræðistofu Kópavogs eða í Salnum og er aðgangur að viðburðum gestum að kostnaðarlausu.

Dagskrá fjölskyldustunda má finna á síðu Menningarhúsanna í Kópavogi.