Viðburðir

Fjölskyldustund í Gerðarsafni

23. september kl. 13-15

Verið velkomin á vídeósmiðjuna Hringrás fyrir eins til fimm ára krakka ásamt fylgifiskum. Vídeósmiðjan er leikur að tímalínu og lifandi myndefni í snjalltækjum. Smiðjan er leikur og sköpun þar sem við rannsökum möguleika hljóðs og lifandi myndar þar sem hljóð verður að mynd. Smiðjan er leidd af Björk Viggósdóttur myndlistarmanni og er í tengslum við listahátíðina Cycle. Lesa meira

Menning á miðvikudögum

20. september kl. 12

Boðið verður upp á menningardagskrá á hverjum miðvikudegi í Menningarhúsunum í Kópavogi í vetur. Nú á miðvikudaginn, 20. september kl. 12, verður boðið upp á leiðsögn um sýninguna Fullveldi I Nýlenda sem stendur sem hluti af listahátíðinni Cycle. Í leiðsögninni verður fjallað um verk Andrew Ranville, Austur er vestur og vestur er austur, sem birtir fána smáþjóða sem hafa reynt og mistekist að öðlast sjálfstæði. Einnig verður fjallað um verk Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar, Stjórnarskrá er ferli, þar sem fimm íslenskar stjórnarskrár eru sýndar opinberlega í fyrsta skipti.

Lesa meira

Cycle | Ómöguleikar, einleikur og konur í kvikmyndagerð

11.-17. september

Á dagskrá annarrar viku listahátíðarinnar Cycle eru tónleikarnir Ómöguleikar og Einleikur, vinnustofan Konur, valdefling og kvikmyndagerðalist á V-Norræna svæðinu auk kvikmyndasýninga, gjörninga og verka í vinnslu. 

Lesa meira

Sjá alla viðburði


Fréttir frá safninu

Cycle I Róttæk gestrisni, framtíð stjórnarskrárinnar og hetjur hrunsins á lokaviku

Á dagskrá lokaviku listahátíðarinnar Cycle eru þverfagleg tónleikar, annarrar viku listahátíðarinnar eru tónleikar, vinnustofur, kvikmyndasýningar, gjörningar og verk í vinnslu. Formlegri dagskrá hátíðarinnar lýkur með viðburðinum Hetjur hrunsins 24. september en sýningin stendur til 1. október. 

Lesa meira

Cycle | Ómöguleikar, einleikur og konur í kvikmyndagerð

Á dagskrá annarrar viku listahátíðarinnar Cycle eru tónleikarnir Ómöguleikar og Einleikur, vinnustofan Konur, valdefling og kvikmyndagerðalist á V-Norræna svæðinu auk kvikmyndasýninga, gjörninga og verka í vinnslu. 

Lesa meira

Sjá allar fréttir


Fylgstu með okkur


Opnunartími

Þriðjudaga - föstudaga 11.00 - 17.00
Laugardaga - sunnudaga 11.00 - 17.00

Lokað á mánudögum

Aðgangseyrir er 1000 kr.

Námsmenn 500 kr. Frítt fyrir börn og ungmenni yngri en 18 ára,
aldraða, öryrkja og félaga í SÍM, ICOM, FÍMK, FÍSOS gegn framvísun skírteinis.

Frítt á miðvikudögum