Viðburðir

Sumarnámskeið / Engill kemur í heimsókn

8.-11. ágúst

Dagana 8. - 11. ágúst munu rithöfundurinn Gerður Kristný og myndlistamaðurinn Guðrún Benónýs leiða námskeið í Gerðarsafni fyrir börn á aldrinum 8 til 13 ára. Námskeiðið hverfist um málverk eftir Hugo Simberg og þátttakendur velta fyrir sér hvernig venjulegt líf og umhverfi listamannsins getur blandast inn í listaverk hans. Meðal spurninga sem velt verður upp er hvernig tákn og litir geta haft á hvernig við upplifum listaverk.

Lesa meira

Sumarnámskeið / Ritlist, vísindi og myndlist

14.-18. ágúst

Í sumar bjóða Menningarhúsin í Kópavogi í annað sinn upp á heilsdagsnámskeið fyrir börn á aldrinum 6 til 9 ára. Námskeiðið fer fram í Náttúrufræðistofu, Bókasafni Kópavogs og í Gerðarsafni. Fyrir hádegi fer námskeiðið fram á Náttúrufræðistofu annarsvegar og aðalsafni Bókasafns Kópavogs hinsvegar en eftir hádegi í Gerðarsafni. Boðið verður upp á fjöruferðir og náttúrurannsóknir í Náttúrufræðistofu og ljóðasmiðju með Höllu Margréti Jóhannsdóttur fyrir hádegi. Listsmiðja með myndlistarmönnunum Bryndísi Hrönn Ragnarsdóttur og Linn Björklund fer fram eftir hádegi þar sem verða unnin þrívíddarverk í anda Gerðar Helgadóttur í Gerðarsafni.

Lesa meira

Listamannaspjall / Innra, með og á milli

Sunnudaginn 25. juní 15:00

Sunnudaginn 25. júní kl. 15 munu listamennirnir Ragnheiður Gestsdóttir og Theresa Himmer taka þátt í spjalli um sýninguna Innra, með og á milli og veita gestum frekari innsýn í verk sín. Lesa meira

Sjá alla viðburði


Fréttir frá safninu

Engill kemur í heimsókn og Ritlist, vísindi og myndlist 

Boðið verður upp á tvö spennandi sumarnámskeið í ágúst þar sem við kynnumst myndlist, ritlist og náttúruvísindum. Haldin verða tvö námskeið fyrir sinn hvorn aldurshópinn þar sem við sköpum listaverk, skrifum ljóð og sögur og kynnumst náttúrunni á nýjan hátt. 

Lesa meira

Sumarið í Gerðarsafni / Myndlist, vísindi og ritlist

Í sumar stendur yfir sýningin Innra, með og á milli sem birtir samtal Gerðar Helgadóttur við samtímalist. Í ágúst verður boðið upp á tvö námskeið fyrir krakka sem tengja saman myndlist, ritlist og vísindi.

Lesa meira

Sjá allar fréttir


Fylgstu með okkur


Opnunartími

Þriðjudaga - föstudaga 11.00 - 17.00
Laugardaga - sunnudaga 11.00 - 17.00

Lokað á mánudögum

Aðgangseyrir er 1000 kr.

Námsmenn 500 kr. Frítt fyrir börn og ungmenni yngri en 18 ára,
aldraða, öryrkja og félaga í SÍM, ICOM, FÍMK, FÍSOS gegn framvísun skírteinis.

Frítt á miðvikudögum