Viðburðir

Sumarnámskeið / Ritlist, vísindi og myndlist

14.-18. ágúst

Í sumar bjóða Menningarhúsin í Kópavogi í annað sinn upp á heilsdagsnámskeið fyrir börn á aldrinum 6 til 9 ára. Námskeiðið fer fram í Náttúrufræðistofu, Bókasafni Kópavogs og í Gerðarsafni. Fyrir hádegi fer námskeiðið fram á Náttúrufræðistofu annarsvegar og aðalsafni Bókasafns Kópavogs hinsvegar en eftir hádegi í Gerðarsafni. Boðið verður upp á fjöruferðir og náttúrurannsóknir í Náttúrufræðistofu og ljóðasmiðju með Höllu Margréti Jóhannsdóttur fyrir hádegi. Listsmiðja með myndlistarmönnunum Bryndísi Hrönn Ragnarsdóttur og Linn Björklund fer fram eftir hádegi þar sem verða unnin þrívíddarverk í anda Gerðar Helgadóttur í Gerðarsafni.

Lesa meira

Listamannaspjall / Innra, með og á milli

Sunnudaginn 25. juní 15:00

Sunnudaginn 25. júní kl. 15 munu listamennirnir Ragnheiður Gestsdóttir og Theresa Himmer taka þátt í spjalli um sýninguna Innra, með og á milli og veita gestum frekari innsýn í verk sín. Lesa meira

Cycle kallar eftir tillögum

20 júni

Myndlistar-og tónlistarhátiðin Cycle sem fer fram í Kópavogi og Gerðarsafni 1-30 semptember kallar eftir tillögum á sviði myndlistar, tónlistar og gjörninga. Samfélagsmiðuð list og list í opinberu rými er sérstaklega mikils metin. Þema Cycle 2017 og 2018 eru Vest-Norræn lönd; Grænland, Ísland og Færeyjar, og tengsl þeirra við Danmörku með áherslu á sjálfsmynd þjóðar, þjóðbyggingu, þjóðernishyggju á nýlendutímum og í sjálfstæðisbaráttunni. 

Lesa meira

Sjá alla viðburði


Fréttir frá safninu

Listahátíðin Cycle í Gerðarsafni

Listahátíðin Cycle mun taka yfir Gerðarsafn allan september mánuð þar sem smiðjur, vinnustofur, fyrirlestrar, kvikmyndasýningar, opnir kvöldverðir, tónleikar, kvikspuni, gjörningar og myndlistarsýning munu eiga sér stað.  Lesa meira

Viðburðadagskrá á síðustu sýningarhelgi

Sýningin Innra, með og á milli hefur verið framlengd til sunnudagsins 27. ágúst vegna góðra viðtaka. Síðustu sýningarhelgina, 26.-27. ágúst, verður fjölbreytt viðburðadagskrá með smiðjum fyrir börn og fullorðna, listamannaspjalli og gleðistund í Garðskálanum. Lesa meira

Sjá allar fréttir


Fylgstu með okkur


Opnunartími

Þriðjudaga - föstudaga 11.00 - 17.00
Laugardaga - sunnudaga 11.00 - 17.00

Lokað á mánudögum

Aðgangseyrir er 1000 kr.

Námsmenn 500 kr. Frítt fyrir börn og ungmenni yngri en 18 ára,
aldraða, öryrkja og félaga í SÍM, ICOM, FÍMK, FÍSOS gegn framvísun skírteinis.

Frítt á miðvikudögum